Lífið

Alicia er nakin grænmetisæta

Leikkonan knáa Alicia Silverstone hefur látið fyrir sér fara að undanförnu. Hún kann hins vegar að láta á sér bera þegar þörf er á. Hún kom fram nakinn í kynningarmyndbandi fyrir nýja vefsíðu PETA, ein öflugustu dýraverndurnarsamtök heims, og lýsti því yfir að hún væri grænmetisæta.

Í myndbandinu segir hún að ekkert í heiminum hafi breytt eins miklu fyrir hana og að verða grænmetisæta. "Mér líður miklu betur og hef miklu meiri kraft. Þetta er ótrúlegt," segir Alicia þannig að kynþokkinn hreinlega lekur af henni.

Óvíst er hvort auglýsingin fær marga til að borða meira grænmeti en hún lítur afar vel út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.