Lífið

Jolie treystir ekki Pitt í peningamálum

MYND/Getty

Angelina Jolie á samkvæmt tímaritinu Grazia að hafa sagt trúnaðarvini sínum frá því að hún treysti ekki Pitt í peningamálum. "Þú veist hvernig hann er með peninga, hann eyðir þeim í fáránlega hluti. Pitt veit að stundum er bara best fyrir hann að þegja og vera sætur. Það verður einhver annar að taka stóru ákvarðanirnar."

Pitt er ekki sagður ánægður með ummæli sambýliskonu sinnar en hann hefur einmitt lagt sig fram um að losna við sykursætu ímyndina. Hann er auk þess mjög stoltur af þeim góðgerðarverkefnum sem hann hefur lagt lið í gegnum tíðina. Hann hefur til dæmis lagt mikið fé í uppbyggingarstarfsemi í New Orleans eftir eyðilegginguna sem fellibylurinn Katrín olli þar fyrir tveimur árum. Ekki er ljóst hvað vakir fyrir Jolie með þessum ummælum en hún er sjálf þekkt fyrir að leggja góðgerðarmálum lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.