Fótbolti

Bandaríkin og Norður-Kórea áfram

Lori Chalupny (önnur frá vinstri) fagnar hér marki sínu gegn Nígeríu í dag.
Lori Chalupny (önnur frá vinstri) fagnar hér marki sínu gegn Nígeríu í dag. Nordic Photos / AFP

Bandaríska landsliðið og það norður-kóreska tryggðu sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum á HM kvenna í fótbolta sem fer fram í Kína. 

Lori Chalupny skoraði sigurmark Bandaríkjanna gegn Nígeríu í dag strax á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs og til þess að tryggja liðinu efsta sæti riðilsins.

Charlotta Schelin tryggði Svíum 2-1 sigur á Norður-Kóreu en það dugði ekki þeim sænsku til. Bæði lið fengu fjögur stig í B-riðli en Norður-Kórea er með betra markahlutfall.

Bandaríkin mætir Englandi í fjórðungsúrslitum í Tainjin á sunnudaginn kemur. Á laugardaginn mætast svo Þýskaland og Norður-Kórea í Wuhan.

Á morgun heldur keppni áfram á HM í Þýskalandi með leik Nýja-Sjálands og Kína í D-riðli og þá mætir Kanada liði Ástralíu í C-riðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×