Enski boltinn

Spáð í spilin - Man City - Aston Villa

NordicPhotos/GettyImages

Eftir frábæra byrjun á tímabilinu horfa lærisveinar Sven-Göran Eriksson nú fram á að afstýra þriðja tapinu í röð í deildinni í þessum leik á meðan Aston Villa leitar að þriðja sigrinum í röð. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2 klukkan 15.

Villa vann Chelsea 2-0 í síðasta leik og ef liðið leggur City að þessu sinni yrði það fyrsta þriggja leikja sigurganga liðsins í 104 leikjum. Manchester City hefur 100% árangur á heimavelli og hefur enn ekki fengið á sig mark heima. Vill hefur hvorki fengi á sig mark né skorað á útivelli. Þetta er 150. leikur liðanna í deildarkeppni og þar af er Aston Villa að reyna að vinna sinn 50. sigur í þeim viðureignum.

Richard Dunne missir af þessum leik hjá City vegna leikbanns og búist er við því að Micah Richards taki fyrir fyrirliðabandinu í fjarveru hans. Það verður því Vedran Curluka sem verður við hlið Micah Richards í vörn City. Brasilíumaðurinn Geovanni ætti líka að vera orðinn klár hjá City eftir meiðsli á kálfa.  

Curtis Davies verður væntanlega klár í slaginn með Aston Villa, en þessi nýjasti liðsmaður Villa missti af sigrinum á Chelsea vegna meiðsla á læri. Framherjinn John Carew er hinsvegar tæpur hjá Villa eftir að lærmeiðsli hans tóku sig upp á ný í landsleik með Norðmönnum á dögunum.

Hópar liðanna:

Man City: Schmeichel, Hart, Corluka, Onuoha, Sun, Richards, Garrido, Ball, Fernandes, Geovanni, Hamann, Johnson, Ireland, Petrov, Elano, Mpenza, Bianchi, Vassell, Samaras.

Aston Villa: Carson, Sorensen, Taylor, Mellberg, Gardner, Laursen, Davies, Knight, Cahill, Bouma, Agbonlahor, Barry, Reo-Coker, Young, Petrov, Osbourne, Carew, Moore.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×