Enski boltinn

Eriksson: Richards er ómetanlegur

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ólmur að félagið nái að gera nýjan langtímasamning við varnarmanninn Micah Richards, því það megi alls ekki við því að missa hann. Richards hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta ári þar sem hann hefur fest sig nokkuð í sessi í enska landsliðinu.

"Ég hef ekki spurt nýlega hvernig gangi að semja við Richards en ég vona svo sannarlega að viðræðurnar gangi vel. Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi verið orðaður við lið eins og Manchester United og Chelsea, en ef við náum að halda honum hérna áfram yrði það besti samningur okkar til þessa. Ég hef ekki einu sinni leitt hugann að því hver verðmiðinn á honum gæti verið í dag, en það lætur nærri að hann sé okkur ómetanlegur. Ef hann yrði seldur, yrði það sannarlega fyrir gríðarlega háa upphæð og ég er ekki að segja það sem stjóri City - ég held að allir geri sér grein fyrir því," sagði Eriksson.

Richards hefur leikið mjög vel með City og enska landsliðinu og þessi 19 ára gamli varnarmaður á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við City, en hann hefur væntanlega vaxið hratt upp úr honum á síðustu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×