Svona er að semja við djöfulinn 14. september 2007 16:34 NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira