Innlent

Hætti við Ermasund þegar einungis 4,4 kílómetrar voru eftir

Benedikt Hjartarson varð að hætta við að synda Ermasundið þegar einungis 4,4 kílómetrar (2,4 mílur) voru eftir af sundinu. Stór ferja sigldi framhjá þar sem Benedikt synti og gerði hún, ásamt miklum öldugangi, sundið erfitt.

Á vefsíðu Benedikts segir:

„Kæru vinir, vandamenn og aðrir sem hafa fylgst með þessum ótrúlega degi.

Mér þykir ótrúlega leiðinlegt að tilkynna ykkur það að þetta hafðist ekki í þetta skiptið.

Hann var mjög hrakinn og þreyttur og rak mikið til hliðar. En hann var 2,4 mílur frá.

Hef ekki heyrt í honum sjálfum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×