Innlent

Átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot, með því að hafa haft samræði við konu sem þannig var ástatt um að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Að auki var maðurinn dæmdur til að greiða konunni skaðabætur að fjárhæð 833.207 krónur.

 

Brotið átti sér stað á Fáskrúðsfirði aðfararnótt sunnudagsins 15. október 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×