Enski boltinn

Tevez-málið útkljáð á morgun?

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Síðdegis á morgun mun úrskurðarnefnd tilkynna úrskurð sinn í máli Sheffield United gegn West Ham. Eins og kunnugt er voru forráðamenn Sheffield United ósáttir við að ekki hafi verið dregin stig af West Ham fyrir að hafa staðið ólöglega að kaupunum á Argentínumanninum Carlos Tevez.

Hinsvegar getur þessi nefnd ekki dæmt stig af West Ham, en nefndin getur fyrirskipað um að málið fari aftur fyrir aganefnd Úrvalsdeildarinnar. Ef að úrskurðarnefndin vísar málinu til aganefndar gæti mikil ringulreið skapast þar sem ómögulegt væri fyrir aganefnd að dæma í málinu áður en deildin hefst í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×