Enski boltinn

Forlan til Atletico Madrid

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Atletico Madrid er búið að tryggja sér þjónustu framherjans Diego Forlan frá Villareal. Talið er að kaupverðið sé í kringum 14 milljónir punda. Samkvæmt heimasíðu Atletico Madrid er Diego Forlan búinn að skrifa undir fjögurra ára samning.

Með þessu er talið að Atletico sé að fylla upp í skarð fyrirliðans Fernando Torres, en sá er að öllum líkundum að fara að ganga til liðs við Liverpool á næstu dögum. Mikill áhugi var fyrir Forlan á Englandi, meðal annars frá Sunderland og Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×