Enski boltinn

United fær atvinnuleyfi fyrir Anderson

Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir brasilíska miðjumanninn Anderson sem greiðir leiðina fyrir félagaskiptum hans frá Porto. Fyrri umsókn félagsins um atvinnuleyfi fyrir leikstjórnandann knáa var hafnað á þeim grundvelli að Anderson hefði ekki leikið nógu marga leiki fyrir brasilíska landsliðið.

United benti hins vegar á að Anderson væri aðeins 19 ára og því hefði hann í raun ekki getað leikið marga landsleiki sökum aldurs, en hann þreytti frumraun sína með Brasilíumönnum í fyrradag í tapleik gegn Mexíkóum í Suður-Ameríkubikarnum.

Á þessi rök virðist útlendingaeftirlit Bretlands hafa fallist og því geta félagaskiptin gengið eftir. Reiknað er með að United greiði rúma tvo milljarða fyrir piltinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×