Enski boltinn

Newcastle fær leyfi til að ræða við Barton

AP Images

Það lítur allt út fyrir að Newcastle United sé að vinna kapphlauðið um ólátabelginn Joey Barton. Nú hefur Newcastle fengið leyfi frá Manchester City til að ræða við Barton en þetta kemur fram á sjónvarpsstöðinni Sky. West Ham hefur einnig verið á eftir Barton en virðast vera að missa af lestinni.

Barton er þekktur fyrir slæma hegðun og hefur m.a. berað afturendann á fótboltavellinum, slökkt í sígarettu á liðsfélaga sínum og nú síðast lamið annan liðsfélaga sinn illa á æfingu. Bróðir Barton situr nú af sér fangelsisdóm fyrir manndráp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×