Fótbolti

Ferdinand út úr enska landsliðinu

NordicPhotos/GettyImages

Miðverðirnir Rio Ferdinand og Michael Dawson hafa báðir dregið sig út úr enska landsliðshópnum sem mætir Brasilíu og Eistlandi á næstu dögum, en þeir eiga báðir við nárameiðsli að stríða. Englendingar mæta Brasilíu í vináttuleik á Wembley á föstudag og Eistum í Tallin í undankeppni EM þann 6. júní.

Þeir Gary Neville, Ashley Cole, Jonathan Woodgate og Micah Richards hafa þegar dregið sig úr hópnum og því er McClaren landsliðsþjálfari án þriggja af fjórum byrjunarliðsmanna sinna í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×