Innlent

Magnús Ragnarsson hættir sem sjónvarpsstjóri Skjás eins

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins.
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins. MYND/GVA

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, mun láta af störfum sem sjónvarpsstjóri stöðvarinnar um næstu mánaðamót. Magnús tilkynnti þetta á starfsmannafundi í dag.

Magnús lætur af störfum að eigin ósk og liggja persónulegar ástæður að baki uppsagnar hans.

Ekki hefur náðst í Magnús vegna málsins og því óljóst hvað hann hyggst taka sér fyrir hendur eftir að hann lætur af störfum.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×