Kerfið felur í sér hvata til svindls 7. maí 2007 10:44 „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það." Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það."
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent