Kerfið felur í sér hvata til svindls 7. maí 2007 10:44 „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það." Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það."
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira