Kerfið felur í sér hvata til svindls 7. maí 2007 10:44 „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það." Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður frjálslyndra, segir að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls og að eina leiðin sé að umbylta kerfinu. Í Kompási í gærkvöld var sýnt fram á umfangsmikið kvótasvindl sem teygir anga sína allt frá bátnum sem veiðir fiskinn til fyrirtækja sem selja fiskinn úr landi. Í þættinum var vísað í gögn, vitnað til ábyrgra heimildarmanna og rætt við menn sem staðfestu svindlið. Svindlið felst meðal annars í því að falsa vigtarskýrslur og segja fisk vera ís. Fiskistofa er sú stofnun sem á að hafa eftirlit með greininni og í samtali við Kompás sagðist Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra telja, að þar á bæ væru menn að standa sig vel. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, sagði í þættinum að um sé að ræða smáar upphæðir hverju sinni þegar kæmi að ísprósentunni, en bætti því við að margt smátt geri eitt stórt. „Auðvitað er þetta áhyggjumál," sagði Þórður og bætti því við að hugsanlega sé um nokkrar þúsundir tonna að ræða þegar allt er tekið saman. Það eru milljarða verðmæti. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, segist afar ánægður með umfjöllun Kompáss sem vakið hafi máls á þarfri umræðu. „Þetta er auðvitað hlutur sem maður hefur vitað lengi," segir Magnús. Hann segir að stjórnvöld skelli skollaeyrum við staðreyndunum og segir að þar á bæ fórni menn meiri hagsmunum fyrir minni. „Sjávarútvegsráðherra er logandi hræddur við að styggja kvótagreifana of ég reikna með því að viðbrögðin við þessum fréttum verði bara ærandi þögn." Magnús segir enga leið að koma í veg fyrir svindl af þessu tagi í núverandi kerfi. „Það verður að bylta kerfinu, hleypa nýjum mönnum að borðinu." Hann bætir því við að kvótakerfið feli í sér hvata til svindls. „Kerfið er handónýtt og allir tapa á því nema þeir sem eru með aflaheimildarnar. Þetta kerfi er ekki að skila tilætluðum árangri hvorki fyrir lífríkið, fiskistofnana né fólkið í landinu." Í þættinum vildi sjávarútvegsráðherra ekki taka undir að svindlið sé víðtækt. „Ég hef engar upplýsingar sem staðfesta það," sagði Einar. „Slíkar ásakanir eru svo alvarlegar að mér dettur ekki í hug að koma fram með þær nema ég hefði eitthvað í höndunum sem gæti stutt það."
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira