Vaxandi ójöfnuður og auknar skuldir 3. maí 2007 15:32 MYND/365 Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist í augu við raunveruleikann. Skýrsluhöfundar eru gagnrýnir á stjórnvöld og segja að þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir harða lendingu hagkerfisins sé ekkert augljóst jafnvægi í kortunum. Þeir benda á að þó að hægi á í efnhagslífinu er ekki að sjá að viðskiptahallinn verði viðráðanlegur í náinni framtíð. Vextir virðast í hæstu hæðum og verðbólgan óásættanlega mikil. Óvissa er mikil og lítið má út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Þá segja skýrsluhöfundar getu Seðlabankans til viðspyrnu vera verulega skerta vegna þes hve stýrivextir séu nú þegar orðnir háir. Þá sýnir skýrslan að ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið statt og stöðugt á tímabilinu 1990 til 2005. Mest hefur ójöfnuðurinn aukist gagnvart eldri borgurum og barnafólki. Ástæðurnar eru margar en helst er bent á að margir í þessum hópum, sérstakleg meðal eldri borgara og einstæðra foreldra, eru tekjulágir og því hefur hlutfallsleg lækkun persónuafsláttar mikil áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra. Auk þess séu margir í þessum hópum háðir greiðslum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum en þær greiðslur fylgja neysluverðsvísitölu fremur en launavísitölu. Samkvæmt vorskýrslu Alþýðusambandins mun hagkerfið fara leita jafnvægis eftir mikinn vöxt undanfarin misseri. Því er spáð að á þessu ári verði viðsnúningur og í stað hagvaxtar sem byggir á miklum fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggir á útflutningi. Skýrsluhöfundar spá því að draga muni úr verðbólgunni eftir því sem liður á árið. Hún muni síðan aukast á ný á fyrri hluta næsta árs í kjölfar veikingar krónunnar en minnka síðan hratt og nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok 2008. Því er ennfremur spáð að ástand á vinnumarkaði verði áfram gott á þessu ári en á næsta ári muni atvinnuleysi aukast. Fækka mun á vinnumarkaðinum að mati skýrsluhöfunda þegar hópur erlends verkafólks sem hefur starfað við stóriðjuframkvæmdirnar snýr heim á ný. Áfram verður þó stór hópur erlends launafólks á vinnumarkaði.Skýrsluna í heild má sjá hér að neðan. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist í augu við raunveruleikann. Skýrsluhöfundar eru gagnrýnir á stjórnvöld og segja að þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir harða lendingu hagkerfisins sé ekkert augljóst jafnvægi í kortunum. Þeir benda á að þó að hægi á í efnhagslífinu er ekki að sjá að viðskiptahallinn verði viðráðanlegur í náinni framtíð. Vextir virðast í hæstu hæðum og verðbólgan óásættanlega mikil. Óvissa er mikil og lítið má út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Þá segja skýrsluhöfundar getu Seðlabankans til viðspyrnu vera verulega skerta vegna þes hve stýrivextir séu nú þegar orðnir háir. Þá sýnir skýrslan að ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið statt og stöðugt á tímabilinu 1990 til 2005. Mest hefur ójöfnuðurinn aukist gagnvart eldri borgurum og barnafólki. Ástæðurnar eru margar en helst er bent á að margir í þessum hópum, sérstakleg meðal eldri borgara og einstæðra foreldra, eru tekjulágir og því hefur hlutfallsleg lækkun persónuafsláttar mikil áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra. Auk þess séu margir í þessum hópum háðir greiðslum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum en þær greiðslur fylgja neysluverðsvísitölu fremur en launavísitölu. Samkvæmt vorskýrslu Alþýðusambandins mun hagkerfið fara leita jafnvægis eftir mikinn vöxt undanfarin misseri. Því er spáð að á þessu ári verði viðsnúningur og í stað hagvaxtar sem byggir á miklum fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggir á útflutningi. Skýrsluhöfundar spá því að draga muni úr verðbólgunni eftir því sem liður á árið. Hún muni síðan aukast á ný á fyrri hluta næsta árs í kjölfar veikingar krónunnar en minnka síðan hratt og nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok 2008. Því er ennfremur spáð að ástand á vinnumarkaði verði áfram gott á þessu ári en á næsta ári muni atvinnuleysi aukast. Fækka mun á vinnumarkaðinum að mati skýrsluhöfunda þegar hópur erlends verkafólks sem hefur starfað við stóriðjuframkvæmdirnar snýr heim á ný. Áfram verður þó stór hópur erlends launafólks á vinnumarkaði.Skýrsluna í heild má sjá hér að neðan.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira