Vaxandi ójöfnuður og auknar skuldir 3. maí 2007 15:32 MYND/365 Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist í augu við raunveruleikann. Skýrsluhöfundar eru gagnrýnir á stjórnvöld og segja að þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir harða lendingu hagkerfisins sé ekkert augljóst jafnvægi í kortunum. Þeir benda á að þó að hægi á í efnhagslífinu er ekki að sjá að viðskiptahallinn verði viðráðanlegur í náinni framtíð. Vextir virðast í hæstu hæðum og verðbólgan óásættanlega mikil. Óvissa er mikil og lítið má út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Þá segja skýrsluhöfundar getu Seðlabankans til viðspyrnu vera verulega skerta vegna þes hve stýrivextir séu nú þegar orðnir háir. Þá sýnir skýrslan að ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið statt og stöðugt á tímabilinu 1990 til 2005. Mest hefur ójöfnuðurinn aukist gagnvart eldri borgurum og barnafólki. Ástæðurnar eru margar en helst er bent á að margir í þessum hópum, sérstakleg meðal eldri borgara og einstæðra foreldra, eru tekjulágir og því hefur hlutfallsleg lækkun persónuafsláttar mikil áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra. Auk þess séu margir í þessum hópum háðir greiðslum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum en þær greiðslur fylgja neysluverðsvísitölu fremur en launavísitölu. Samkvæmt vorskýrslu Alþýðusambandins mun hagkerfið fara leita jafnvægis eftir mikinn vöxt undanfarin misseri. Því er spáð að á þessu ári verði viðsnúningur og í stað hagvaxtar sem byggir á miklum fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggir á útflutningi. Skýrsluhöfundar spá því að draga muni úr verðbólgunni eftir því sem liður á árið. Hún muni síðan aukast á ný á fyrri hluta næsta árs í kjölfar veikingar krónunnar en minnka síðan hratt og nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok 2008. Því er ennfremur spáð að ástand á vinnumarkaði verði áfram gott á þessu ári en á næsta ári muni atvinnuleysi aukast. Fækka mun á vinnumarkaðinum að mati skýrsluhöfunda þegar hópur erlends verkafólks sem hefur starfað við stóriðjuframkvæmdirnar snýr heim á ný. Áfram verður þó stór hópur erlends launafólks á vinnumarkaði.Skýrsluna í heild má sjá hér að neðan. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þrátt fyrir almennt góðæri í þjóðfélaginu á undanförnum árum hefur ójöfnuðu vaxið og skuldir heimilanna aukist meira en góðu hófi gegnir. Þetta kemur meðal annars fram í niðurstöðum vorskýrslu Hagdeildar Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag. Skýrsluhöfundar telja það forgangsatriði að tökum sé náð á hagstjórninni og að stjórnmálamenn láti af ódýrum innhaldslausum loforðum og horfist í augu við raunveruleikann. Skýrsluhöfundar eru gagnrýnir á stjórnvöld og segja að þrátt fyrir að ekki sé útlit fyrir harða lendingu hagkerfisins sé ekkert augljóst jafnvægi í kortunum. Þeir benda á að þó að hægi á í efnhagslífinu er ekki að sjá að viðskiptahallinn verði viðráðanlegur í náinni framtíð. Vextir virðast í hæstu hæðum og verðbólgan óásættanlega mikil. Óvissa er mikil og lítið má út af bera til að hagkerfið þróist til verri vegar. Þá segja skýrsluhöfundar getu Seðlabankans til viðspyrnu vera verulega skerta vegna þes hve stýrivextir séu nú þegar orðnir háir. Þá sýnir skýrslan að ójöfnuður í samfélaginu hefur vaxið statt og stöðugt á tímabilinu 1990 til 2005. Mest hefur ójöfnuðurinn aukist gagnvart eldri borgurum og barnafólki. Ástæðurnar eru margar en helst er bent á að margir í þessum hópum, sérstakleg meðal eldri borgara og einstæðra foreldra, eru tekjulágir og því hefur hlutfallsleg lækkun persónuafsláttar mikil áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra. Auk þess séu margir í þessum hópum háðir greiðslum frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóðum en þær greiðslur fylgja neysluverðsvísitölu fremur en launavísitölu. Samkvæmt vorskýrslu Alþýðusambandins mun hagkerfið fara leita jafnvægis eftir mikinn vöxt undanfarin misseri. Því er spáð að á þessu ári verði viðsnúningur og í stað hagvaxtar sem byggir á miklum fjárfestingum og einkaneyslu komi hagvöxtur sem byggir á útflutningi. Skýrsluhöfundar spá því að draga muni úr verðbólgunni eftir því sem liður á árið. Hún muni síðan aukast á ný á fyrri hluta næsta árs í kjölfar veikingar krónunnar en minnka síðan hratt og nálgast verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok 2008. Því er ennfremur spáð að ástand á vinnumarkaði verði áfram gott á þessu ári en á næsta ári muni atvinnuleysi aukast. Fækka mun á vinnumarkaðinum að mati skýrsluhöfunda þegar hópur erlends verkafólks sem hefur starfað við stóriðjuframkvæmdirnar snýr heim á ný. Áfram verður þó stór hópur erlends launafólks á vinnumarkaði.Skýrsluna í heild má sjá hér að neðan.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira