Innlent

Samið um tvö ný fiskiverkefni í Mósambík

MYND/ÞSSÍ

Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur samið við sjávarútvegsráðuneyti Mósambík um tvö ný verkefni á sviði fiskimála. Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar, skrifaði undir samningana fyrir hönd Íslands í dag.

Annars vegar er um að ræða verkefni sem snýr að frekari samstarfi við hafrannsóknarstofnun Mósambík um rannsóknir á uppistöðulóninu í Charoa Bassa í norðurhluta landsins. Hins vegar er verkefni er lýtur að því að koma á fót tilraunabraut við fiskimannaskólann í Matola um vinnslu og gæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×