Innlent

Mikið af þorski við Þorlákshöfn

Íslenskur þorskur á ís.
Íslenskur þorskur á ís. MYND/Getty

Netabáturinn Hvanney frá Hornafirði er búinn að fá yfir 300 tonn af stórum þorski á aðeins sex dögum rétt utan við höfnina i Þorlákshöfn. Það þykir afburða góður afli. Til samanburðar jafngildir þessi afli fullfermi tveggja til þriggja meðal stórra ísfisktogara.

Að sögn Þorsteins Guðmundssonar skipstjóra hefur verið fjölgað í áhöfninni upp í ellefu og keypt er lönduanrþjónusta, svo áhöfnin geti hvílt sig rétt á meðan landað er. Meðal þyngd þorsksins er sjö kíló og er honum öllum ekið austur á Höfn, þar sem hann fer í söltun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×