Innlent

Gunnlaugur skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn

MYND/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Gunnlaugur K. Jónsson hefur verið skipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Frá áramótum hefur hann verið annar tveggja starfsmanna innri endurskoðunar embættisins. Gunnlaugur hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík árið 1977. Hann útskrifaðist úr Lögregluskólanum árið 1979 og starfaði í almennri deild og umferðardeild.

Gunnlaugur hefur starfað hjá öllum rannsóknardeildum LR og um tíma hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann var skipaður rannsóknarlögreglumaður árið 1986 og forstöðumaður innra eftirlits LR 1999.

Þá hefur Gunnlaugur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir lögreglumenn og verið sæmdur heiðursmerki Landssambands lögreglumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×