Innlent

Styttri kjarasamningar vegna óvissu og ójafnvægis í efnhagslífinu

Sigurður Bessason.
Sigurður Bessason. MYND/PS

Þensla og ójafnvægi í efnhagslífinu mun væntanlega valda því að samið verði til færri ára í komandi kjarasamningum en hingað til hefur þekkst. Þetta kom fram í máli Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar stéttarfélags, í hádegisviðtali á Stöð 2 í dag. Hann segir skuldir heimilanna hafa margfaldast á undanförnum árum vegna rangra ákvarðanna stjórnvalda. Rúmlegur þriðjungur félagsmanna í Eflingu stéttarfélags í dag er af erlendu bergi brotinn og hefur þeim fjölgað gríðarlega frá aldamótum.

Í viðtalinu sagði Sigurður þenslu undanfarinna ára hafa bitnað verst á heimilum í landinu. Skuldir hefðu aukist margfalt og ákvarðanir stjórnvalda í efnhagsmál hefðu reynst rangar.

Sigurður sagði ennfremur að á síðustu sjö árum hefðu erlendum félagsmönnum í stéttarfélaginu fjölgað gríðarlega. Árið 2000 voru þeir 9,7 prósent af félagsmönnum en í dag eru þeir komnir upp í 30 prósent. Hann segir innviði samfélagsins ekki hafa getað fylgt eftir þessari miklu fjölgun erlendra verkamanna hér á landi og fyrir vikið hefði skjól myndast fyrir óprúttna atvinnurekendur til að níðast á fólki. Við þessu þurfi stjórnvöld að bregðast sem fyrst til tryggja öllum sömu réttarstöðu.

Þá kom einnig fram í máli Sigurðar að vegna þenslu, ójafnvægis og óvissu í efnhagslífinu yrðu næstu kjarasamningar væntanlega gerðir til syttri tíma en hingað til hefur þekkst. Kjarasamningar verða lausir um næstu áramót og segir Sigurður ólíklegt að samið verði til lengri tíma en tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×