Innlent

Hátíðahöldin gengið vel fyrir sig

MYND/HÞG

Mörg þúsund manns tóku þátt í fyrsta maí göngunni í Reykjavík og hefur þátttakan ekki verið meiri í mörg ár að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Allt gekk slysalaust fyrir sig og samkvæmt áætlun.

Nokkrir göngumanna gerðu athugsemdir við kröfuspjöld þar sem auglýst var sælgæti og vildu að lögreglan fjarlægði þau. Að auki voru spjaldberar hrópandi slagorð til að vekja athygli á vörunni. Lögreglan gat þó ekki orðið við þeirri beiðni um fjarlægja mennina úr kröfugöngunni.

Á Akureyri hafa hátíðahöldin farið vel fram en lögreglan áætlar að um 200 manns hafi tekið þátt í göngunni þar í bæ.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×