Innlent

Hitaveita Suðurnesja 50 milljarða króna virði

Hæsta tilboð í fimmtán prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja þýðir að fyrirtækið er talið ríflega þrefalt verðmætara en bókfært virði þess. Geysir Green Energy bauð 7,6 milljarða króna sem þýðir að Hitaveitan er metin á 50 milljarða króna. Fjármálaráðherra hefur þegar ákveðið að taka tilboðinu, sem þýðir að einkaaðilar komast í fyrsta sinn til áhrifa í einu af stóru orkufyrirtækjum landsins.

Fjögur tilboð bárust Framkvæmdanefnd um einkavæðingu og voru tilboðin opnuð í dag. Bókfært virði fyrirtækisins var um síðustu áramót tæplega 16 milljarðar króna sem þýðir að fimmtán prósenta hlutur ríkisins í Hitaveitunni var skráður á 2,4 milljarða króna. Öll tilboðin fjögur voru hins vegar yfir því og það hæsta, upp á 7,6 milljarða króna, meira en þrefalt hærra, en það kom frá Geysir Green Energy, fyrirtæki í eigu FL-Group og Glitnis. Fulltrúi einkavæðinganefndar tilkynnti um hálftíma eftir að tilboðin voru opnuð að ríkið hefði ákveðið að taka hæsta boði. Sá fyrirvari er að núverandi eigendur, sveitarfélög á Suðurnesjum, hafa forkaupsrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×