Innlent

Úthlutað úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar

Frá vinstri: Halldór Björnsson, Katrín Ólafsdóttir, Ágúst Ólaf Georgsson og Grétar Þorsteinsson.
Frá vinstri: Halldór Björnsson, Katrín Ólafsdóttir, Ágúst Ólaf Georgsson og Grétar Þorsteinsson. MYND/ASÍ

Katrín Ólafsdóttir hlýtur styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar fyrir árið 2007 en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Alls hlýtur Katrín 500 þúsund króna styrk fyrir rannsókn hennar sem ber heiti "Er íslenskur vinnumarkaður sveigjanlegur?"

Styrkurinn er ætlaður til verkefna er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks og til að efla rannsóknir á því sviði.

Þá ákvað Minningarsjóðurinn að veita aukastyrk að upphæð 200 þúsund krónur til Þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands vegna verkefnisins "Viðtöl við fiskvinnslufólk, þar sem það segir sjálft frá fiskvinnslu með sínum eigin orðum."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×