Innlent

Sjúkrahúsið á Egilsstöðum lokar fyrir innlagnir vegna manneklu

MYNDIR/365

Loka þarf fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið á Egilsstöðum vegna manneklu frá og með 11. maí næstkomandi. Enginn hefur fengist til að leysa af sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga í sumar.

Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kemur fram að framkvæmdaráð Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi í ljósi manneklu ákveðið að loka fyrir allar innlagnir á sjúkrahúsið frá og með föstudeginum 11. maí næstkomandi í óákveðinn tíma.

Í tilkynningunni segir ennfremur að ákvörðunin verði endurskoðuð ef forsendur breytast.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×