Innlent

Karlmaður slasast illa í bílveltu

MYND/VG

Karlmaður slasaðist illa þegar vörubifreið sem hann ók valt á brúnni við Brú í Hrútafirði laust fyrir klukkan tólf í morgun. Maðurinn sat fastur inni í bifreiðinni áður en björgunarmönnum tókst að losa hann fyrir skemmstu.

Þyrla landhelgisgæslunnar, Steinríkur, var kölluð út og kom hún á slysstað um tuttugu mínútur yfir tólf. Þá var einnig kallað á sjúkrabíl og lögreglubíl frá Blöndósi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er maðurinn mikið slasaður.

Búið er að loka þjóðvegi eitt við slysstað og hefur mikil bílaröð myndast sitt hvoru megin við brúnna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×