Innlent

Vænir félaga sína í allsherjarnefnd um ósannindi

Sigurjón Þórðarson þingmaður Frjálslynda flokksins vænir félaga sína í allsherjarnefnd þingsins um ósannindi í pistli á heimasíðu sinni í dag. Veiting ríkisborgararéttar til tilvonandi tengdadóttur Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra er tilefni pistilsins, sem ber yfirskriftina "Bjarni Benediktsson segir ósatt".

Þar fullyrðir Sigurjón að Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, hafi vitað um tengsl Jónínu við stúlkuna þegar málið var afgreidd og jafnframt hafi þau Guðrún Ögmundsdóttir og Guðjón Ólafur Jónsson talað gegn betri vitund í samtölum við fjölmiðla. Pistli þingmannsins, sem einnig situr í allsherjarnefnd, lýkur á orðunum "Það er aldrei gott að ljúga".

Sjá heimasíðu Sigurjóns hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×