Innlent

Brýnt að bæta búsetuúrræði fyrir fatlaða á Suðurlandi

Þroskahjálp kallar eftir úrræðum í málefnum fatlaðra á Suðurlandi.
Þroskahjálp kallar eftir úrræðum í málefnum fatlaðra á Suðurlandi. MYND/GVA

Búsetuúrræði fatlaðra á Suðurlandi hafa þróast til verri vegar á síðustu árum um leið of stöðug fjölgun íbúa hefur verið á svæðinu. Í ályktun frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi kemur fram að brýn þörf sé á því að auka þjónustu á svæðinu og að biðlistar hafi verið að lengjast jafnt og þétt á liðnum árum.

„Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi telur brýna þörf á fjölgun búsetuúrræða á Suðurlandi nú þegar vegna langra biðlista," segir í tilkynningunni. Stjórnin telur nauðsynlegt að auka þjónustu á svæðinu og finna bestu lausnirnar fyrir þá einstaklinga, „sem gætu hugsanlega búið í sjálfstæðri búsetu í framtíðinni, en þeim fer fjölgandi."

Stjórnin bendir einnig á að húsnæði sem til þessa hefur verið notað fyrir skammtímavistun „geti hentað vel til að brúa bilið milli búsetu frá foreldrum að sjálfstæðri búsetu. Stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi skorar því að stjórnvöld að veita fjármunum í slíka starfsemi, þar sem húsnæðið er til staðar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×