Innlent

Nýr alþjóðlegur skóli kenndur við Orkuveitu Reykjavíkur

MYND/RR

Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur undirrituðu í dag samkomulag um að byggja upp sameiginlegt alþjóðlegt framhaldsnám í orkuvísindum. Settur verður á fót alþjóðlegur skóli sem kenndur verður við Orkuveitu Reykjavíkur, Reykjavik Energy Graduate School of Sustainable Systems.

Skólinn mun leggja aðaláherslu á svið þar sem Íslendingar hafa samkeppnisforskot og námið víkkað út eftir því hvar það reynist standa styrkustum fótum. Sérstaða námsins á alþjóðlegum vettvangi skapast af mikilli sérþekkingu í nýtungu jarðhita hér á landi og greiðum aðgangi að vettvangsnámi.

Háskólarnir þrí munu skipta með sér verkum við skipulagningu námsins, þjónustu við nemendur, auk þes að leggja til kennara og aðstöðu.

Í skólanum verður boðið upp á rannsóknartengt meistaranám og doktorsnám auk styttri námsbrauta. Stefnt er að því að rannsóknatengt meistara- og doktorsnám hefjist haustið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×