Innlent

Stofnað til þekkingarseturs á Egilsstöðum

Samningar um stofnun þekkingarseturs voru undirritaðir á Egilsstöðum í gær. Setrið á að efla vísinda- og rannsóknastarfsemi á Austurlandi og þar á að byggja upp staðbundið háskólanám.

Með samningunum skuldbindur ríkið sig til að leggja fram 125 milljóna króna hlutafé í félag um Þekkingarsetur og Fljótsdalshérað skal leggja fram sömu upphæð á næsta áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Geir Haarde, forsætisráðherra og Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs undirrituðu samninganna í Vonarlandi á Egilsstöðum, þar sem þekkingarsetrið verður til húsa til að byrja með, en að auki verður hafist handa við byggingu 1800 fermetra húsnæðis á þessu ári.

Í húsnæðinu verða helstu rannsóknar- og þjónustustofnanir á Egilsstöðum og víðar, alls á annan tug og er von þeirra sem að standa að setrið muni skapa skilyrði fyrir aukna nýsköpunarstarfsemi í atvinnulífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×