Innlent

Átta gistu fangaklefa lögreglunnar í Reykjavík

MYND/DR

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna almennrar ölvunar í miðbæ Reykjavíkur. Átta manns gistu fangaklefa og þrír ökumenn voru stöðvaðir vegna ölvun við akstur.

Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var mikið um minniháttar pústra í miðbænum en enginn meiddist alvarlega. Átta manns gistu fangaklefa lögreglunnar og þar af þrír vegna ölvunar og slagsmála í heimahúsum.

Þá var gerð umfangsmikil leit að veikum manni sem hvarf af heimili sínu í gærkvöldi og var meðal annars notast við leitarhunda. Maðurinn fannst síðar í heimahúsi í Garðabæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×