Innlent

Þyrla landhelgisgæslunnar kölluð út í nótt

MYND/AB

Þyrla landhelgisgæslunnar, TF Líf, var kölluð í gærkvöldi til aðstoða við flutning sjúklings frá Hólmavík. Vélin lenti í Reykjavík um hálf eittleytið í nótt.

Það var um hálf ellefuleytið í gærkvöldi að Landhelgisgæslunni barst beiðni um að ná í sjúkling til Hólmavíkur þar sem sjúkraflugvél var upptekin í öðru verkefni.

Þyrlan var komin til Hólmavíkur um hálf tólf í gærkvöldi og lenti með sjúklinginn í Reykjavíku um hálf eittleytið í nótt.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×