Innlent

Líðan drengsins óbreytt

Líðan fimmtán ára drengs sem fannst meðvitundarlaus á botni Sundlaugar Kópavogs í fyrradag er óbreytt. Honum er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.

Drengurinn hafði verið í skólasundi um morguninn en varð viðskila við félaga sína. Ekki er ljóst hvað drengurinn hafði legið lengi á botni laugarinnar þegar hann fannst en gerðar voru lífgunartilraunir á honum á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×