Innlent

Búið að opna þjóðveginn á Öxnadalsheiði

Búið er að opna þjóðveginn á Öxnadalsheiði eftir að vegurinn lokaðist þegar tengivagn af olíubíli valt þar í morgun. Enginn slys urðu á fólki en vagninn fór á hliðina ofan við Bakkaselsbrekku og úr honum lak skipaolía. Lögregla beindi umferð um Lágheiði, en nú er umferð stjórnað um svæðið þar sem óhappið varð.

Olíulekinn var lítill og staðbundinn á veginum sjálfum.

Starfsmenn lögreglu, slökkviliðs og olíufélagsins Skeljungs unnu að því að opna veginn með aðstoð kranabíls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×