Innlent

Landshlutafréttir streyma á Vísi

Íslendingar sem vilja fylgjast með fréttum utan höfuðborgarsvæðisins geta nú gert það á einum stað. Fréttir nokkurra helstu landshlutamiðla á Íslandi birtast nú á visir.is, á sérstökum vefhluta sem nefnist Landið, samkvæmt samkomulagi milli Vísis og viðkomandi miðla.

"Þetta er liður í að efla enn fréttaþjónustu á visir.is," segir Þórir Guðmundsson ritstjóri Vísis. "Nú þegar starfar rúmur tugur fréttamanna við fréttaskrif á Vísi auk þess sem við birtum fréttir úr Fréttablaðinu og af Stöð tvö. Beinar útsendingar á Vísi af viðburðum innan- lands og utan eru stundum nokkrar á dag. Með þessari viðbót fá notendur okkar fréttir af landsbyggðinni skrifaðar af fagmönnum úr sinni heimabyggð."

Fréttir frá vikurfrettir.is, skessuhorn.is, horn.is og austurlandid.is eru þegar farnar að birtast á Landinu. Gert er ráð fyrir að fleiri landshlutamiðlar bætist við á næstu vikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×