Innlent

Sjóvarnargarðar verði hækkaðir

MYND/Heiða Helgadóttir

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur látið gera úttekt á sjóvörnum við Ánanaust og Eiðsgranda en síðustu misseri hefur verið töluverð ágjöf yfir núverandi sjóvarnir með tilheyrandi skemmdum í miklum óveðrum. Tillögur til úrbóta hafa verið lagðar fram og í þeim er gert ráð fyrir hækkun varnargarðanna.

 

Til þess að íbúar og fyrirtækjaeigendur í nágrenninu geri sér grein fyrir þeim breytingum sem lagt er til að verði gerðar, hafa verið settar upp merkingar við Ánanaust. Þar er þörfin mest samkvæmt úttektinni og því verða mestar breytingar á þeim hluta varnargarðanna. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdirnar við Ánanaust er um 28 milljónir og á framkvæmdaáætlun í ár eru 15 milljónir eyrnamerktar framkvæmdinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×