Innlent

Þorsteinn í Kók næsti stjórnarformaður Glitnis?

Þorsteinn M. Jónsson
Þorsteinn M. Jónsson

Þorsteinn M. Jónsson, kenndur við Kók, verður næsti stjórnarformaður Glitnis ef marka má heimildir Örnu Schram, bloggara á Vísi og formann Blaðamannafélags Íslands.

Framboð til stjórnar Glitnis banka hf. rann út á miðvikudaginn var og hluthafafundur verður haldinn í félaginu 30. apríl nk. Þar sem fjöldi þeirra sem gefa kost á sér í stjórn og varastjórn bankans er jafn fjölda stjórnarsæta er sjálfkjörið í stjórnina. Hins vegar liggur fyrir fundinum að velja stjórnarformann og samkvæmt heimildum Örnu Schram, bloggara á Vísi og formanns Blaðamannafélags Íslands, verður Þorsteinn M. Jónsson, stjórnarformaður Vífilfells, næsti stjórnarformaður bankans. Arna staðhæfir þetta á bloggsíðu sinni og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir. Blogg Örnu má lesa hér.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×