Innlent

Veldu þinn stað – nýr lóðavefur hjá borginni

Meirihluti borgarstjórnar kynnti nýmæli í lóðamálum borgarinnar í dag.
Meirihluti borgarstjórnar kynnti nýmæli í lóðamálum borgarinnar í dag.

Nýr vefur hefur verið settur í loftið hjá Reykjavíkurborg sem gerir fólki kleift að skoða á netinu ný íbúðasvæði og lóðir sem í boði verða. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, opnaði vefinn formlega í dag á blaðamannafundi borgarstjórnarmeirihlutans.

Á vefnum er nákvæmt upplýsingakort sem sýnir uppbyggingarsvæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun á þeim hefst. „Markmiðið er að allir sem vilja geti byggt og búið í Reykjavik og að borgin verði fyrsti búsetukostur sem flestra," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs segir að 1500 íbúðum verði úthlutað á næstu árum hið minnsta, 1000 í nýbyggingarhverfum og 500 í miðborginni og nágrenni.

Í máli borgarstjóra kom einnig fram að nýjar úthlutunarreglur verði teknar upp í borginni. Hver einstaklingur getur sótt um eina lóð og „eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir verður dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Þannig ræðst í fyrsta lagi hverjir fái lóðir og í öðru lagi í hvaða röð umsækjendur fá að velja sér lóð," sagði borgarstjóri. Fast verð verður á lóðum samkvæmt nýju reglunum, 11 milljónir fyrir einbýli, 7,5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishús. Hægt er að skoða nýja vefinn hér.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×