Innlent

Nú má svipta ökuníðinga bílnum

Ökuníðingar eiga framvegis yfir höfði sér að missa bíla sína fyrir fullt og fast til ríkissjóðs vegna ítrekaðra umferðarlagabrota. Þetta er samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi í gær. Að auki þurfa þeir að greiða sektir eins og hingað til, og missa ökuréttindin

Þetta á við þegar um stórfelldan hraðakstur, ítrekaðan ölvunarakstur eða akstur án ökurétitnda er að ræða. Ekki má þó gera bílinn upptækan ef brotamaðurinn á hann ekki, en hinsvegar má gera bíl í eigu brotamanns upptækan, þótt hann hafi framið bortin á öðrum bíl eða bílum.

Þegar bíllinn er gerður upptækur, eignast ríkið hann nema einhver hafi orðið fyrir tjóni af ökumanninum , þá fær hann forgang til andvirðis bílsins ef bætur fást ekki á annan hátt. Auk þess að missa bílinn þarf viðkomandi brotamaður að greiða sektir og sæta sviftingu ökuréttinda.

Að sögn lögreglu virðist í fljótu bragði sem þónokkrir bílar hefður verið gerðir upptækir til ríkissjóðs síðasta árið, ef þessi ákvæði hefðu þá verði í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×