Innlent

Færist í vöxt að ökumenn stingi af frá slysstað

MYND/RE

Sífellt fleiri ökumenn kjósa að stinga af frá slysstað eftir að hafa keyrt á kyrrstæðan bíl að sögn lögreglunnar. Vilja hinir óprúttnu ökumenn komast hjá því að greiða fyrir skemmdirnar sem þeir hafa unnið. Tveir stungu af bara í gær.

Samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða ákeyrslur sem verða á bílastæðum við verslunarkjarna. Oftast eru þetta léttar ákeyrslur þegar fólk er að koma bílnum fyrir í stæði. Þó skemmdir séu í flestum tilvikum minniháttar getur tjónið engu að síður numið tugum þúsunda króna. Vitað er um tvö tilvik á höfuðborgarsvæðinu í gær en að sögn lögreglunnar eru ökumennirnir með þessu athæfi að reyna komast hjá því að greiða sjálfsábyrgð trygginganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×