Innlent

Silfur í hópi heitustu staða heims

MYND/Anton Brink

Veitingastaðurinn Silfur á Hótel borg er hópi heitustu veitingastaða heims samkvæmt tímaritinu Condé Nast Traveler. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá eigendum veitingastaðarins sendi blaðið fulltrúa sína til 30 landa til að leita nýrra veitingastaða sem standast ýtrustu gæðakröfur.

Sérfræðingarnir hafi farið allt frá Bombay til Búkarest og Rio til Reykjavíkur og hafi 95 staðir komist inn á listann yfir heitustu staðina, þar á meðal Silfur eitt íslenskra veitingahúsa.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskur veitingastaður kemst á þennan fræga lista því árið 2004 komst Sjávarkjallarinn á hann. Báðir staðirnir eru í eigu 101 Heild ehf en félagið á einnig Tapas Barinn, Kaffi Viktor, Thorvaldsen og Sólon í miðbæ Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×