Innlent

Skemmdir unnar á skiltum Framsóknar

Skemmdir voru unnar á auglýsingaskiltum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Egilsstöðum í nótt og eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá flokknum er þetta í annað skiptið á örfáum dögum sem þetta er gert.

Óprúttnir aðilar máluðu orðið „Damnation" yfir mynd af frambjóðendum Framsóknarflokksins á skiltunum en það slagorð hafa erlendir virkjanaandstæðingar notað í aðgerðum sínum gegn Kárahnjúkavirkjun.

Hvetur Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi þá aðila, sem standa fyrir skemmdarverkunum, til þess láta af háttseminni og virða leikreglur lýðræðisins og sýna í verki virðingu fyrir eignum og sjónarmiðum annarra, eins og segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×