Innlent

Hörpudiskur hrynur vegna sníkjudýrasýkingar

Sníkjudýrasýking er talin orsökin fyrir því að hörpuskeljastofninn í Breiðafirði hafi hrunið eftir því sem segir á vef Skessuhorns. Þar kemur enn fremur fram að stofninn hafi ekki náð sér á strik í fjölmörg ár, en á árunum 1996-2000 var hörpudiskaflinn í Breiðafirði um 8.500 tonn að jafnaði.

Fyrstu rannsóknir á orsökum hrunsins hafi bent til þess að sjávarhita væri um að kenna, en rannsóknir nú bendi til að hækkun sjávarhita sé ekki áhrifaþáttur í sýkingunni þar sem sýking er meiri á vorin þegar sjávarkuldi er mestur.

Haft er eftir Árna Kristmundssyni, líffræðingi á Tilraunastöðinni á Keldum, að einfruma sníkjudýr sýki blóðfrumur hörpuskeljarinnar og berist með þeim í vöðva. Þar virðist sníkjudýrið seyta einhvers konar eitri eða prótíneyðandi ensímum inn í vöðvann og drepa vöðvafrumurnar.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×