Innlent

Þrír ungir piltar grunaðir um tvö innbrot í borginni

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær þrjá unglinga sem grunaðir eru um innbrot á tveimur stöðum. Eftir því sem fram kemur í frétt frá lögreglunni var sextán ára piltur handtekinn í vesturhluta borgarinnar í gærkvöld á stolnum bíl.

Í bílnum fannst þýfi úr tveimur innbrotum og var því skilað aftur í réttar hendur. Í framhaldinu voru tveir 15 ára piltar handteknir en þeir eru grunaðir um aðild að innbrotunum. Þremenningarnir hafa allir komið við sögu hjá lögreglu áður.

Þá voru fjögur ungmenni færð á lögreglustöðina í Kópavogi eftir að eitt þeirra var staðið að verkfæraþjófnaði bænum. Hringt í forráðamenn þeirra og þeir beðnir um að sækja börnin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×