Innlent

Ný stjórn Fjármálaeftirlitsins tók við um áramót

Frá starfsstöðvum Fjármálaeftirlitsins við Suðurlandsbraut.
Frá starfsstöðvum Fjármálaeftirlitsins við Suðurlandsbraut.

Viðskiptaráðherra hefur skipað nýja stjórn Fjármálaeftirlitsins til næstu fjögurra ára. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að í aðalstjórn sitji Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, sem er formaður stjórnar, Sigríður Thorlacius, lögfræðingur, varaformaður stjórnar, og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri.

Í varastjórn sitja Kjartan Gunnarsson skrifstofustjóri, Þuríður Jónsdóttir héraðsdómslögmaður, og Sigríður Logadóttir, aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands. Stefán Svavarsson, löggiltur endskoðandi, sem verið hafði formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar 2001, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×