Innlent

Árásarmanns enn leitað

Lögreglan á Akranesi leitar enn mannsins sem réðst á annan mann fyrir utan Skagaver á Akranesi aðfaranótt laugardags. Maðurinn sem ráðist var á er á miðjum aldri. Hann var á leið úr skötuveislu þegar árásin átti sér stað. Hann hlaut verulega áverka á andliti og var skilinn eftir meðvitundarlaus í götunni. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar en fékk að fara skömmu síðar. Lögreglan hefur rætt við fjölda manns vegna málsins en rannsókn miðar hægt áfram að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×