Enski boltinn

Charlton: Verðmiðinn á Bent stendur

NordicPhotos/GettyImages
Forráðamenn Charlton hafa sent út þau skilaboð að 17 milljón punda verðmiðinn sem félagið setti á framherjann Darren Bent muni standa. Bent neitaði á dögunum að ganga í raðir West Ham sem er eina félagið til þessa sem samþykkt hefur að greiða fyrir hann uppsett verð. Bent hefur verið orðaður mest við Liverpool og Tottenham, en ólíklegt þykir að þau séu reiðubúin að greiða fyrir hann 17 milljónir punda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×