Eyjólfur: Þurfum að skerpa skyndisóknirnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2007 15:43 Eyjólfur Sverrisson á blaðamannafundinum í dag. Mynd/E. Stefán Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að markmið sitt sé að vinna næstu leiki landsliðsins, gegn Lettum og Liechtenstein. „Okkar markmið fyrir þessa leiki er að halda sama dampi og hefur verið í síðustu leikjum. Liðið er mjög samstillt og það er mikill kraftur í því. Við höfum trú á því að við getum unnið báða þessa leiki,“ sagði Eyjólfur. Hann segist hafa notað tímann vel síðan að síðustu landsleikjum lauk til að skoða bæði leikmenn og greina leikina gegn Spáni og Norður-Írum. „Það sem er helst er að við þurfum að útfæra okkar skyndisóknir betur. Við þurfum að vera fljótari fram á við þegar við vinnum boltann á okkar vallarhelmingi.“ Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Norður-Írum í síðasta mánuði og var þá nýbúinn að ná sér góðum eftir meiðsli. Hann hefur hins vegar ekkert spilað með Barcelona síðan þá. Eyjólfur hefur vissar áhyggjur af því. „Hans vegna hef ég áhyggjur af því. Það er auðvitað betra ef menn eru í leikformi. En ég talaði við hann í morgun og hann er heill heilsu. Hann æfði í dag og hefur líka æft aukalega til að halda sér í sem bestu formi.“ Eyjólfur hefur áður sagt að hann velji helst ekki leikmenn nema þeir séu að spila með sínu liði. Þrátt fyrir allt segir hann að sömu reglur gildi um Eið Smára og aðra leikmenn landsliðsins. „Það var ekki erfitt að velja hann í liðið. Eiður er einfaldlega einn af okkar bestu leikmönnum og getur nýst okkur vel.“ Indriði Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason koma inn í hópinn sem telur samtals 22 leikmenn. Eyjólfur segir að hópurinn sé svo stór þar sem margir leikmenn eigi það á hættu að vera í banni gegn Liechtenstein fari svo að þeir fái gult spjald gegn Lettum. Hermann Hreiðarsson verður í banni gegn Lettum og mun Hjálmar Jónsson líklega koma til með að leysa stöðu vinstri bakvarðar í þeim leik. „Indriði kemur inn þar sem margir eru á hættusvæði. Hjálmar hefur spilað vel í stöðu vinstri bakvarðar með Gautaborg og verður líklega fyrsti kostur í þá stöðu fyrir Hermann.“ Stuðningur áhorfenda hefur verið afar góður í síðustu heimaleikjum. Leikurinn gegn Lettum verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni EM 2008 og vonast Eyjólfur eftir áframhaldandi góðum stuðningi. „Tólfan hefur verið svakalega öflug og verið til fyrirmyndar. Leikmenn hafa rætt um hversu gaman það er að áhorfendur eru öflugir. Það er líka greinilegt að fólk er mætt á völlinn til að skemmta sér og ég vona að það verði áfram góð stemning á leikjum liðsins.“ Samningur Eyjólfs við KSÍ er að renna út en hann hugsar ekki lengra en til næsta leiks. „Við sjáum til hvað gerist eftir keppnina. Hugur minn stendur eingöngu til að vinna næsta leik, það er ekkert flóknara en það.“ Tengdar fréttir Miðasala hafin á Ísland - Lettland Miðasala á síðasta heimaleik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2008 er nú hafin. 3. október 2007 14:46 Tvær breytingar á landsliðshópnum Eyjólfur Sverrisson tilkynnti í dag val sitt á landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 5. október 2007 13:57 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að markmið sitt sé að vinna næstu leiki landsliðsins, gegn Lettum og Liechtenstein. „Okkar markmið fyrir þessa leiki er að halda sama dampi og hefur verið í síðustu leikjum. Liðið er mjög samstillt og það er mikill kraftur í því. Við höfum trú á því að við getum unnið báða þessa leiki,“ sagði Eyjólfur. Hann segist hafa notað tímann vel síðan að síðustu landsleikjum lauk til að skoða bæði leikmenn og greina leikina gegn Spáni og Norður-Írum. „Það sem er helst er að við þurfum að útfæra okkar skyndisóknir betur. Við þurfum að vera fljótari fram á við þegar við vinnum boltann á okkar vallarhelmingi.“ Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Norður-Írum í síðasta mánuði og var þá nýbúinn að ná sér góðum eftir meiðsli. Hann hefur hins vegar ekkert spilað með Barcelona síðan þá. Eyjólfur hefur vissar áhyggjur af því. „Hans vegna hef ég áhyggjur af því. Það er auðvitað betra ef menn eru í leikformi. En ég talaði við hann í morgun og hann er heill heilsu. Hann æfði í dag og hefur líka æft aukalega til að halda sér í sem bestu formi.“ Eyjólfur hefur áður sagt að hann velji helst ekki leikmenn nema þeir séu að spila með sínu liði. Þrátt fyrir allt segir hann að sömu reglur gildi um Eið Smára og aðra leikmenn landsliðsins. „Það var ekki erfitt að velja hann í liðið. Eiður er einfaldlega einn af okkar bestu leikmönnum og getur nýst okkur vel.“ Indriði Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason koma inn í hópinn sem telur samtals 22 leikmenn. Eyjólfur segir að hópurinn sé svo stór þar sem margir leikmenn eigi það á hættu að vera í banni gegn Liechtenstein fari svo að þeir fái gult spjald gegn Lettum. Hermann Hreiðarsson verður í banni gegn Lettum og mun Hjálmar Jónsson líklega koma til með að leysa stöðu vinstri bakvarðar í þeim leik. „Indriði kemur inn þar sem margir eru á hættusvæði. Hjálmar hefur spilað vel í stöðu vinstri bakvarðar með Gautaborg og verður líklega fyrsti kostur í þá stöðu fyrir Hermann.“ Stuðningur áhorfenda hefur verið afar góður í síðustu heimaleikjum. Leikurinn gegn Lettum verður síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni EM 2008 og vonast Eyjólfur eftir áframhaldandi góðum stuðningi. „Tólfan hefur verið svakalega öflug og verið til fyrirmyndar. Leikmenn hafa rætt um hversu gaman það er að áhorfendur eru öflugir. Það er líka greinilegt að fólk er mætt á völlinn til að skemmta sér og ég vona að það verði áfram góð stemning á leikjum liðsins.“ Samningur Eyjólfs við KSÍ er að renna út en hann hugsar ekki lengra en til næsta leiks. „Við sjáum til hvað gerist eftir keppnina. Hugur minn stendur eingöngu til að vinna næsta leik, það er ekkert flóknara en það.“
Tengdar fréttir Miðasala hafin á Ísland - Lettland Miðasala á síðasta heimaleik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2008 er nú hafin. 3. október 2007 14:46 Tvær breytingar á landsliðshópnum Eyjólfur Sverrisson tilkynnti í dag val sitt á landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 5. október 2007 13:57 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Miðasala hafin á Ísland - Lettland Miðasala á síðasta heimaleik íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2008 er nú hafin. 3. október 2007 14:46
Tvær breytingar á landsliðshópnum Eyjólfur Sverrisson tilkynnti í dag val sitt á landsliðshópnum sem mætir Lettlandi og Liechtenstein í undankeppni EM 2008. 5. október 2007 13:57