Sýknaðir af ákæru um innflutningi á kókaíni 12. júlí 2007 11:31 Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. Það var í nóvember á síðasta ári að tollverðir fundu fíkniefni í miðstöðvarkæli bifreiðar af gerðinni Mercedes Benz. Í kjölfarið hóf lögreglan rannsókn á málinu. Meðal annars voru símar tveggja manna hleraðir en annar þeirra annaðist tollafgreiðslu bifreiðarinnar. Þá var gerviefni komið fyrir í bifreiðinni í stað fíkniefnanna og sérstakt fingrafaraduft sett á pakkana. Lögreglan handtók síðan mennina tvo eftir að þeir höfðu tekið pakkana úr bifreiðinni. Sýndi fingrafaraduft að báðir mennirnir höfðu handleikið pakkana. Fyrir dómi sagðist sá sem annaðist tollafgreiðslu bifreiðarinnar ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bifreiðinni. Bílinn hafi hann fengið sem greiðslu upp í skuld frá þriðja aðila. Meðákærði sagðist ekki hafa haldið að pakkarnir innihéldu ólögleg fíkniefni. Hann sagðist hafa fjarlægt pakkana fyrir annan mann sem hann vildi ekki nafngreina fyrir dómi af ótta við hefndaraðgerðir. Síðan hafi hann farið með pakkana heim og fleygt þeim. Í dóminum kemur fram að ekki þyki sannað að mennirnir hafi staðið að umræddum innflutningi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega haldið fram að annar hinna ákærðu hefði starfað sem tollvörður. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum. Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira
Tveir menn sem ákærðir voru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni voru sýknaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um var að ræða 3,8 kíló af kókaíni sem fundust í miðstöðvarkæli bifreiðar sem flutt var til landsins á síðasta ári. Það var í nóvember á síðasta ári að tollverðir fundu fíkniefni í miðstöðvarkæli bifreiðar af gerðinni Mercedes Benz. Í kjölfarið hóf lögreglan rannsókn á málinu. Meðal annars voru símar tveggja manna hleraðir en annar þeirra annaðist tollafgreiðslu bifreiðarinnar. Þá var gerviefni komið fyrir í bifreiðinni í stað fíkniefnanna og sérstakt fingrafaraduft sett á pakkana. Lögreglan handtók síðan mennina tvo eftir að þeir höfðu tekið pakkana úr bifreiðinni. Sýndi fingrafaraduft að báðir mennirnir höfðu handleikið pakkana. Fyrir dómi sagðist sá sem annaðist tollafgreiðslu bifreiðarinnar ekki hafa vitað af fíkniefnunum í bifreiðinni. Bílinn hafi hann fengið sem greiðslu upp í skuld frá þriðja aðila. Meðákærði sagðist ekki hafa haldið að pakkarnir innihéldu ólögleg fíkniefni. Hann sagðist hafa fjarlægt pakkana fyrir annan mann sem hann vildi ekki nafngreina fyrir dómi af ótta við hefndaraðgerðir. Síðan hafi hann farið með pakkana heim og fleygt þeim. Í dóminum kemur fram að ekki þyki sannað að mennirnir hafi staðið að umræddum innflutningi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ranglega haldið fram að annar hinna ákærðu hefði starfað sem tollvörður. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.
Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn sveiflast upp en jafnaðarmenn dala í Reykjavík Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Sjá meira